Landslið

U19 karla - Sigur gegn Lettlandi

Ísland endaði í 3.sæti riðilsins

11.10.2016

U19 ára landslið karla lék lokaleik sinn í undankeppni EM í dag en strákarnir okkar unnu góðan 2-0 sigur á Lettlandi í lokaleiknum. Fyrra mark Íslands kom á 19. mínútu en það var Sveinn Aron Guðjohnsen sem kom Íslandi yfir. 

Seinna mark Íslands kom undir lok leiksins en Axel Andrésson skoraði það. Ísland endar í 3. sæti riðilsins með 3 stig en liðið tapaði fyrir Tyrkjum og Úkraínu. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög