Landslið

A kvenna - Stelpurnar okkar komnar til Kína

Ísland leikur þrjá æfingarleiki á mótinu

16.10.2016

Stelpurnar okkar eru komnar til Kína en liðið ferðaðist langan veg í gær frá Íslandi til Chongqing. Það er líka 8 klukkutíma mismunur milli Íslands og Kína og því fór fyrsti dagur liðsins í að aðlaga sig breyttum tíma en á morgun, mánudag, verður æft af krafti en þá munu einnig þeir leikmenn sem léku með félagsliðum sínum í dag koma til móts við liðið.

Ferðin byrjaði reyndar brösuglega en færiböndin í Leifsstöð voru biluð þegar liðið mætti með allar töskurnar en starfsfólkið á Leifsstöð leysti það með stakri prýði og sá til þess að liðið komst á réttum tíma af stað. Ferðalagið gekk vel og allar töskurnar skiluðu sér til Kína sem gladdi starfsfólk og leikmenn mikið.

Íslenska liðið leikur þrjá æfingaleiki á meðan á dvöl liðsins stendur í Kína en það er gegn Kína, Úsbekistan og Danmörku. Meira um leikina kemur á vef KSÍ á næstu dögum.

Um 6 milljónir manna búa í Chongqing en á svæðinu í kringum borgina búa alls um 33 milljónir manna. Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög