Landslið

Ísland mætir Kína í dag á Sincere Cup - Byrjunarlið

Leikurinn hefst klukkan 11:35 að íslenskum tíma

19.10.2016

Ísland mætir Kína í dag á Sincere Cup sem fram fer í Chongqing í Kína. Leikið er á Yongchuan Sport Center leikvanginum sem tekur um 25 þúsund manns í sæti en mótshaldarar gera ráð fyrir að um 20 þúsund manns mæti á leik Íslands og Kína.

Varðandi beina útsendingu frá leiknum þá fékk KSÍ þessa slóða frá mótshaldara en þarna má sjá leikinn í lista. Leikurinn er sýndur beint CCTV5 í Kína og vonandi á slóðinni hér að neðan:

Bein útsending frá leiknum.

CCTV5 í Kína.

Smelltu hérna til að skoða leiki mótsins

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir leikinn og er það svona:

Guðbjörg Gunnarsdóttir (M)

Glódís Perla Viggósdóttir - Sif Atladóttir - Anna Björk Kristjánsdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir - Dagný Brynjarsdóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir (F) - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Dóra María Lárusdóttir

Fanndís Friðriksdóttir - Berglind Björg ÞorvaldsdóttirMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög