Landslið

Tap gegn Dönum á Sincere Cup

Ísland leikur við Úsbekistan á mánudaginn í lokaleik mótsins

22.10.2016

Ísland tapaði 0-1 gegn Danmörku á Sincere Cup sem fram fer í Chonqing í Kína. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik en fram að því hafði Ísland skapað sér mun hættulegri færi.


Ísland byrjaði leikinn af krafti og var nálægt því að skora í tvígang en markmaður danska liðsins varði vel í bæði skiptin. Á 39. mínútu komst Danmörk yfir þegar Johanna Rasmus­sen, fyrr­um leikmaður Vals, skoraði laglegt mark sem kom gegn gangi leiksins.

Danir léku skynsamlega í leiknum og lokaðu vel á svæði. Smám saman dró af íslenska liðinu og Danir sigldu 1-0 sigri heim. Það er því ljóst að Ísland getur ekki unnið mótið þar sem Danir eru komnir með 6 stig en Ísland er með 1 stig þegar einn leikur er eftir sem er gegn Úsbekistan á mánudaginn. Danmörk og Kína geta bæði farið með sigur af hólmi á mótinu en Kína vann 4-1 sigur á Úsbekistan í dag og er með 4 stig en Danir og Kína mætast á mánudaginn.
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög