Landslið

U17 kvenna - Byrjunarliðið á móti Hvít Rússum

Riðill Íslands í undankeppni EM hefst í dag

26.10.2016

U17 ára landslið kvenna er nú á Írlandi þar sem liðið tekur þátt í undankeppni EM. Fyrsti leikurinn í riðlinum fer fram í dag og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Úlfar Hinriksson þjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið á móti Hvíta Rússlandi í dag.

Byrjunarliðið:
Markvörður-Birta Guðlaugsdóttir
Hægri bakvörður- Elín Helga Ingadóttir
Miðverðir- Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir og Sóley María Steinarsdóttir
Vinstri bakvörður- Daníela Dögg Guðnadóttir
Aftari miðja- Stefanía Ragnarsdóttir
Fremri miðja- Alexandra Jóhannsdóttir, fyrirliði og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Hægri kantur- Hlín Eiríksdóttir
Vinstri kantur- Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
Framherji- Sveindís Jane Jónsdóttir

Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort leikurinn verði sýndur en hægt er að fylgjast með textalýsingu á heimasíðu UEFA.

Bein textalýsing.

Upplýsingar um riðil Íslands


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög