Landslið

Ísland í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður 8. nóvember

Dregið verður í úrslitakeppni EM kvenna 2017 í Rotterdam

26.10.2016

Þann 8. nóvember næstkomandi verður dregið í úrslitakeppni EM kvenna 2017 og þar verður Ísland að sjálfsögðu í pottinum.  Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki ásamt Ítalíu, Skotlandi og Danmörku og getur því ekki dregist gegn einhverri af þeim þjóðum.

Ein þjóð úr hverjum flokki verður í hverjum riðli en ljóst er að gestgjafar Hollands verða í A riðli.

Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:

 • Flokkur 1: Holland, Þýskaland, Frakkland, England
 • Flokkur 2: Noregur, Svíþjóð, Spánn, Sviss
 • Flokkur 3: Ítalía, Ísland, Skotland, Danmörk
 • Flokkur 4: Austurríki, Belgía, Rússland, Portúgal

Leikstaðir verða eftirfarandi:

 • Breda
 • Deventer
 • Doetinchem
 • Enschede
 • Rotterdam
 • Tilburg
 • Utrecht

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu UEFA.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög