Landslið

U17 karla - Ísland leikur við Armeníu í dag, sunnudag

Ísland hefur tapað báðum leikum sínum í undankeppninni

6.11.2016

Ísland leikur lokaleik sinn í undankeppni EM U17 karla í dag en leikið er í Ísrael. Leikurinn er gegn Armeníu en Ísland getur ekki tryggt sér sæti í milliriðli eftir tvö töp.

Ísland tapaði 2-0 gegn Ísrael og 2-0 gegn Póllandi og er á botni riðilsins án stiga. Armenía er hinsvegar með 1 stig. 

Leikurinn hefst klukkan 15:00 og er hægt er að fylgjast með leiknum í textalýsingu á vef UEFA. Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög