Landslið

U17 karla - Ísland úr leik í undankeppni EM

Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum í Ísrael

3.11.2016

U17 ára landslið karla tapaði 2-0 gegn Póllandi í undankeppni EM sem fram fer í Ísrael. Kacper Wełniak skoraði bæði lið pólska liðsins í leiknum en fyrra markið kom á 11. mínútu en seinna markið undir lok leiksins. 

Ísland getur því ekki komist í milliriðil en tvö efstu lið riðlanna fara áfram sem og fimm lið með bestan árangur í 3. sæti. 

Lokaleikur Íslands er á sunnudaginn en það er gegn Armeníu og hefst leikurinn klukkan 15:00.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög