Landslið

A karla - Breyting á landsliðshópnum sem mætir Króötum og Maltverjum

Aron Elís hefur verið valinn til að fylla skarð Emils

4.11.2016

Vegna meiðsla verður Emil Hallfreðsson leikmaður Udinese ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Króötum í Zagreb þann 12. nóvember nk. og Maltverjum í vináttuleik þremur dögum síðar.

Til að fylla skarð Emils hefur Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari valið Aron Elís Þrándarson, leikmann Álasunds í Noregi, í hópinn. Aron Elís á að baki einn landsleik með A landsliði Íslands en hann var í hópnum sem mætti Bandaríkjunum í upphafi þessa árs.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög