Landslið

A karla - Arnór Smárason hefur verið kallaður inn hópinn

Björn Bergmann meiddur og verður ekki með gegn Króötum og Möltu

6.11.2016

Vegna meiðsla verður Björn Bergmann Sigurðarson ekki í landsliðshópnum sem kemur til Parma á Ítalíu á morgun (mánudag). Björn tognaði í nára í leik með Molde fyrr í dag og er ljóst að hann getur ekki leikið með íslenska liðinu á næsta laugardag þegar það mætir Króötum í undankeppni HM 2018.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur kallað Arnór Smárason í hópinn í stað Björns. Arnór sem leikur með Hammarby í Svíþjóð á að baki átján landsleiki með A landsliði Íslands.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög