Landslið

A karla - Ísland leikur við Mexíkó í febrúar

Leikurinn fer fram í Las Vegas

7.11.2016

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Mexíkó um vináttuleik A landsliðs karla miðvikudaginn 8. febrúar 2017.  

Leikið verður á Sam Boyd leikvanginum í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þjóðirnar hafa mæst tvisvar sinnum áður en báðir leikirnir voru vináttuleikir. Fyrri leikurinn var árið 2003 og sá síðari var árið 2010. Báðir leikirnir enduðu með markalausu jafntefli.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög