Landslið

U19 kvenna - Ísland í milliriðli með Þýskalandi, Póllandi og Sviss

Búið er að draga í milliriðil fyrir 2016-2017 og forkeppni 2017-2018

11.11.2016

Það er búið að draga í milliriðla fyrir U19 kvenna og forkeppni fyrir U19 kvenna fyrir 2017-2018. Ísland leikur í milliriðli með Þýskalandi, Sviss og Póllandi en riðillinn fer fram 6. - 13. júní 2017. 

Efsta lið hvers riðils ásamt liðinu með bestan árangur í 2. sæti fer í lokakeppnina þar sem Norður Írland bætist en lokakeppnin fer fram á Norður Írlandi. Lokakeppnin fer fram 8. - 20. ágúst.

Í forkeppni U19 fyrir 2017-2018 leikur Ísland í riðli með Kosóvó, Þýskalandi og Svartfjallandi. Riðillinn fer fram 12. - 19. september 2017 og verður hann leikinn á Íslandi. 

Tvö efstu lið hvers riðils fara í milliriðla. Sjö lið fara úr riðlum ásamt Sviss á lokamótið sem fram fer í Sviss.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög