Landslið

U17 kvenna - Ísland í milliriðli með Spán, Svíþjóð og Portúgal

11.11.2016

Ísland er í milliriðli með Spáni, Svíþjóð og Portúgal. Leikið verður í Portúgal 28. mars - 2. apríl 2017.

 Efsta liðið úr hverjum riðli ásamt liðinu með bestan árangur í 2. sæti fer á lokamótið ásamt Tékklandi en mótið fram fram 2. - 14. maí í Tékklandi. 

Það er einnig búið að draga í undankeppni fyrir U17 kvenna fyrir 2017-2018 sem verður leikin í Azerbaijan í byrjun október á næsta ári. Ísland dróst í riðil með Spáni, Svartfjallalandi og Azerbaijan. Tvö efstu lið hvers riðils ásamt einu liði með bestan árangur í 3. sæti fara áfram í milliriðia ásamt Þýskalandi. Sjö lið fara úr milliriðlum ásamt Litháen á lokamótið sem fram fer í Litháen.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög