Landslið

A karla – Íslenska landsliðið mætt til Zagreb

Mæta Króötum á morgun í undankeppni HM 2018

11.11.2016

A landslið karla er nú mætt til Zagreb í Króatíu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni HM 2018 á morgun. Liðið hefur dvalið í Parma undanfarna daga þar sem undirbúningur fyrir leikinn hefur farið fram.

Leikurinn á morgun, sem hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma, skiptir bæði lið gríðarlega miklu máli þar sem þau eru jöfn á toppi I riðils undankeppninnar með 7 stig hvort. Króatar eru ofar á töflunni með betri markatölu. Það er því ljóst að hart verður barist á Maksimir leikvellinum í Zagreb.

Síðast mættust þessi lið á þessum sama velli fyrir þremur árum í umspili um sæti í lokakeppni HM 2014. Þann leik sigruðu Króatar með tveimur mörkum gegn engu og höfðu því betur í viðureigninni um farseðilinn til Brasilíu þar sem fyrri leikurinn í umspilinu, sem leikinn var á Laugardalsvelli, endaði 0-0.

Strákarnir okkar munu mæta grimmir til leiks á morgun, staðráðnir í að hefna fyrir tapið fyrir þremur árum.

ÁFRAM ÍSLAND


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög