Landslið

Miðasala á EM í Hollandi

Tvær leiðir í boði fyrir stuðningsmenn Íslands á EM í miðamálum

18.11.2016

Knattspyrnusamband Evrópu birti í gær frekari upplýsingar um miðasölu á leiki í úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi en tvær leiðir eru í boði fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins.  

Annars vegar er hægt að kaupa miða á miðasöluvef keppninnar og hófst miðasala þar 8. nóvember síðastliðinn.  Um miðjan desember verður breyting á þessari miðasölu á þann hátt að hægt verður að merkja miðapöntun með íslenska fánanum og verður leitast við að hafa þá miða á sama svæði og þeir miðar sem verða til sölu hjá KSÍ.  

Hinsvegar hefur KSÍ fengið úthlutað miðum sem seldir verða til stuðningsmanna íslenska liðsins í gegnum miðasölukerfi midi.is.  Í kaupferlinu fá kaupendur staðfestingu á miðakaupum en aðgöngumiðarnir verða síðan afhentir á skrifstofu KSÍ þegar nær dregur mótinu. Kaupendur munu fá tölvupóst þegar miðarnir, sem prentaðir eru í Hollandi, verða tilbúnir. Vonast er til að KSÍ fái miðana afhenta í lok maí/byrjun júní.   

KSÍ getur ekki staðfest hvenær miðasala á vegum sambandsins hefst þar sem endanlegar upplýsingar um fjölda miða sem og staðsetningu þeirra á vellinum hafa ekki borist.  Samkvæmt upplýsingum frá UEFA ættu þessar upplýsingar að liggja fyrir í síðasta lagi um miðjan desember.  

Samkvæmt upplýsingum frá UEFA eru ekki seldir „easy access“ miðar en hægt er að panta hjólastólamiða hjá ticketing@weuro2017.nl (frímiði fyrir fylgdarmann fylgir). 

Miðaverð verður á bilinu ca. 1000 kr. (barnaverð á einn leik í verðflokki 2) til ca. 4000 kr.  (fullorðinsverð á einn leik í verðflokki 1).

Leikir mótsins

Um mótið og leikstaði
Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög