Landslið

Eyjólfur endurráðinn þjálfari hjá U21 karla

Ráðinn til næstu tveggja ára

13.12.2016

Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára eða til loka árs 2018.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005. 

Undir stjórn Eyjólfs var U21 landsliðið hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM, sem fram fer á næsta ári, en tap gegn Úkraínu í síðasta leiknum á Laugardalsvelli gerði þann draum að engu.

Eyjólfur var við stjórnvölinn hjá U21 liða karla sem fór eftirminnilega alla leiðina í úrslitakeppni EM 2011, og eins og kunnugt er hafa síðan margir af leikmönnum Íslands í þeirri keppni tekið skrefið upp í A landsliðið, þar sem þeir gegna lykilhlutverki.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög