Landslið
Þorvaldur Örlygsson

Þorvaldur endurráðinn þjálfari hjá U19 karla

Ráðinn til næstu tveggja ára

13.12.2016

Þorvaldur Örlygsson hefur verið endurráðinn í starf þjálfara U19 landsliðs karla, og gildir samningur hans næstu tvö árin.  Þorvaldur mun einnig starfa að fræðslumálum hjá knattspyrnusambandinu sem og að sinna verkefnum sem snúa að útbreiðslustarfi. 

Sem þjálfari hefur Þorvaldur áður stýrt liðum KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA og Keflavík en hann lék 41 A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 7 mörk.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög