Landslið

EM 2017 - Miðasala á leiki Íslands fór vel af stað

Miðasala á leiki Íslands í riðlakeppninni í Hollandi

5.1.2017

Miðasala fyrir stuðningsmenn á leiki Íslands í úrslitakeppni EM í Hollandi 2017, hófst í hádeginu í dag - föstudag, og fór hún vel af stað. Miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.  

Leikirnir eru eftirfarandi:

  • Frakkland – Ísland,  þriðjudaginn 18. júlí kl. 20:45. Leikið í Tilburg.
  • Ísland – Sviss,  laugardaginn 22. júlí kl. 18:00. Leikið í  Doetinchem.
  • Ísland – Austurríki,  miðvikudaginn 26. júlí kl. 20:45. Leikið í  Rotterdam.

Miðasala fyrir stuðningsmenn Íslands fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is og er hægt að kaupa að hámarki 50 miða í einu. 

Miðaverð:

  • Verðflokkur 2 – 1.700 krónur

Athygli er vakin á því að Icelandair býður upp á pakkaferðir á leiki riðlakeppninnar og eru ýmsar útfærslur í boði.  Nánari upplýsingar má finna hér.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög