Landslið

EM 2017 - Uppselt í verðsvæði 1 á leikina gegn Frakklandi og Sviss

Miðasala á EM fer vel af stað

6.1.2017

Það er uppselt í verðsvæði 1 á leiki Íslands gegn Frökkum og Sviss á EM í Hollandi. Miðasalan hefur farið vel af stað og eru mjög fáir miðar eftir í dýrasta verðsvæðið á þessa leiki. 

Enn er hægt að kaupa miða í önnur verðsvæði á leiki Íslands gegn Frökkum, Sviss og Austurríki. Alls hafa um 2660 miðar selst og er salan ennþá jöfn og þétt. 

Við hvetjum alla sem ætla að fylgja stelpunum okkar til Hollands að tryggja sér miða í tíma en miðað við gang miðasölunnar má búast við að það seljist upp í svæði stuðningsmanna Íslands á leikjunum. 

Smelltu hérna til að fara á miðasöluna.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög