Landslið

Verða stuðningsmenn Íslands valdir stuðningsmenn ársins 2016?

Verðlaunahátíð FIFA fer fram í dag

9.1.2017

FIFA er með verðlaunahátíð fyrir árið 2016 í dag þar sem það mun koma í ljós hverjir þóttu vera fremstir meðal jafningja. Stuðningsmenn Íslands eru tilnefndir sem stuðningsmenn ársins fyrir frábæran stuðning á EM í Frakklandi og eru fulltrúar Tólfunnar í Sviss til halda uppi heiðri þeirra þúsunda sem studdu frábærlega við landsliðið á EM.

Hátíðarhöldin hefjast klukkan 17:30 að íslenskum tíma og má horfa á allt sem fram fer í beinni útsendingu á vef FIFA

ÁFRAM ÍSLAND!Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög