Landslið

A karla – Ísland mætir Kína í hádeginu - Byrjunarlið Íslands

10.1.2017

Ísland mætir Kína í dag klukkan 12:00 í opnunarleiknum á China Cup í Nanning. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium. 

Á morgun leika svo Chile og Króatía á sama velli. Sigurvegararnir úr leikjunum tveimur mætast svo í úrslitaleik mótsins á sunnudag og tapliðin mætast í leik um þriðja sætið á laugardag. 

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. 

Smelltu hérna til að horfa á viðtal við Heimi Hallgrímsson um byrjunarlið Íslands.

Byrjunarliðið gegn Kína: 

Mark: Hannes Þór Halldórsson 

Vörn: Kristinn Jónsson, Jón Guðni Fjóluson, Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson 

Miðja: Theodór Elmar Bjarnason, Björn Daníel Sverrisson, Guðlaugur Victor Pálsson og Arnór Smárason 

Sókn: Elías Már Ómarsson og Björn Bergmann Sigurðarson.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög