Landslið

A karla - Úrslitaleikur China Cup í dag - Byrjunarlið Íslands

Þrjár breytingar frá leiknum á móti Kína

15.1.2017

Ísland mætir Síle í úrslitaleiknum á China Cup kl. 7:35 í dag, sunnudag. Leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium í Nanning. 

Í gær fór fram leikur um þriðja sætið í mótinu á milli Kína og Króatíu. Bæði lið skoruðu 1 mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn höfðu betur. 

Leikur Íslands og Sile verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. 

Byrjunarlið Íslands:

Mark: Ögmundur Kristinsson

Vörn: Kristinn Jónsson, Jón Guðni Fjóluson, Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson

Miðja: Theodór Elmar Bjarnason, Björn Daníel Sverrisson, Guðlaugur Victor Pálsson og Sigurður Egill Lárusson

Sókn: Kjartan Henrý Finnbogason og Björn Bergmann Sigurðarson


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög