Landslið
Stadion De Vijverbeg Doetinchem

A kvenna - Leikið við Holland 11. apríl

Leikið á De Vijverberg vellinum í Doetinchem

9.2.2017

Knattspyrnusambönd Íslands og Hollands hafa komist að samkomulagi um að kvennalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik De Vijverberg vellinum í Doetinchem, þann 11. apríl næstkomandi.  Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM í sumar en Ísland mun einmitt leika á þessum velli í úrslitakeppninni þegar það mætir Sviss, laugardaginn 22. júlí.

Ísland og Holland hafa mæst 8 sinnum til þessa hjá A landsliði kvenna og hafa Íslendingar unnið 6 sinnum, einu sinni hefur orðið jafntefli og Holland hefur unnið einu sinni.  Síðast mættust þjóðirnar í vináttulandsleik í Kórnum í apríl 2015 og hafði Ísland þá betur, 2 – 1, með mörkum frá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög