Landslið
Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið

Styrkleikalisti FIFA - Karlalandsliðið í 20. sæti

Karlalandsliðið aldrei verið hærra á listanum

9.2.2017

Á nýjum styrkleikaslista FIFA, sem út kom í morgun, er íslenska karlalandsliðið í 20. sæti og hefur það aldrei verið hærra.  Ísland fer upp um eitt sæti frá síðasta lista en Argentína trónir á toppi listans og Brasilía koma næstir.


Af mótherjum Íslands í undankeppni HM er það að frétta að Króatía er í 16. sæti, Tyrkland í því 24. og Úkraína situr í sæti 30.  Finnland er svo í 97. sæti og Kósóvó 165. sæti.

Bæði A landslið Íslands, karla- og kvennalandsliðið sitja sem stendur í 20. sæti styrkleikalistanna hjá FIFA sem hlýtur að teljast góður árangur.  Innan aðildarlanda UEFA er kvennalandsliðið í 11. sæti en karlarnir í því tólfta.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög