Landslið

Sara Björk tilnefnd í lið ársins hjá FIFPro

23.2.2017

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, leikmaður Wolfs­burg og ís­lenska ­landsliðsins, hef­ur verið til­nefnd í lið árs­ins í heim­in­um af FIFPro, Alþjóðlegu leik­manna­sam­tök­un­um. 

FIFPro birti lista yfir 55 leik­menn á heimasíðu sinni í dag sem til­nefnd­ir eru í úr­valslið árs­ins 2016, en liðið verður kunn­gjört þann 8. mars. 

Þetta er önn­ur viður­kenn­ing­in sem Sara fær fyr­ir góða frammistöðu sína því hún hafnaði í 19. sæti í kjör­inu á bestu knatt­spyrnu­konu Evr­ópu tíma­bilið 2015-2016. 

Smelltu hérna til að sjá þær sem tilnefndar eru.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög