Landslið

U17 kvenna - Góður sigur á Austurríki

Ísland vann 1-0 baráttusigur gegn Austurríki

24.2.2017

U17 kvenna vann 1-0 sigur á Austurríki í seinasta leik liðsins á UEFA æfingarmóti sem fram fór á Skotlandi. Eina mark leiksins kom í seinni hálfleik en það var Signý Elfa Sigurðardóttir sem skoraði mark Íslands í leiknum. 

Leikurinn var frábær hjá íslenska liðinu en Austurríki hafði fyrir leik unnið báða leiki sína á mótinu. Það var því kærkomið að leggja sterkt lið Austurríkis að velli í dag.

Ísland laut í lægra haldi gegn Skotlandi og Tékklandi en vann góðan sigur á Austurríki. 


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög