Landslið

A kvenna – Ísland-Noregur hefst kl. 18:30

Fyrsti leikur Íslands á Algarve Cup í ár verður í beinni útsendingu á RÚV2

1.3.2017

Fyrsti leikur Íslands á Algarve Cup í ár verður gegn Noregi í dag og hefst hann kl. 18:30. Íslenska liðið kom til Algarve á sunnudag og hefur nýtt síðustu daga til að undirbúa sig fyrir leikinn í kvöld. Aðstæðurnar hér í Algarve eru mjög góðar en æfingavöllur liðsins er aðeins í nokkurra mínútna göngufæri frá hótelinu og rútuferðir því í lágmarki. 

Gott ástand er á hópnum og allar klárar í leikinn í kvöld fyrir utan Dagnýju Brynjarsdóttur sem mun hvíla og ólíklegt er að Margrét Lára Viðarsdóttir taki þátt í leiknum. 

Freyr Alexandersson hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn og fá yngri og óreyndari leikmenn liðsins nú gott tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. 

Byrjunarliðið
Mark: Sandra Sigurðardóttir
Vörn: Thelma Björk Einarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir
Miðja: Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (F) og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Sókn: Sandra María Jessen, Katrín Ásbjörnsdóttir og Elín Metta Jensen 

Dómari leiksins í dag er Jonesia Kabakama frá Tansaníu. 

Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður sýndur beint á RÚV2


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög