Landslið

A kvenna - Guðmunda Brynja kölluð inn í hópinn

Sandra María Jessen leikur ekki meira á mótinu

2.3.2017

Eins og vitað er meiddist Sandra María Jessen í leiknum gegn Noregi á Algarve Cup í gær.  Í myndatökum í gærkveldi kom í ljós að Sandra er óbrotin en hún mun gangast undir frekari skoðun næstu daga.  

Ljóst er að Sandra tekur ekki frekari þátt í mótinu og hefur Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, kallað Guðmundu Brynju Óladóttur inn í hópinn. Guðmunda kemur til móts við hópinn á föstudagsmorgun en Ísland mætir Japan í öðrum leik liðsins á mótinu, föstudaginn 3. mars kl. 14:45.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög