Landslið

A kvenna – Ísland leikur gegn Japan á Algarve Cup í dag

Miklar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik

3.3.2017

Annar leikdagur á Algarve Cup verður leikinn í dag. Ísland mætir Japan í dag en liðin hafa einu sinni áður mæst og var það einmitt á Algarve Cup fyrir tveimur árum síðan. Sá leikur endaði með 2-0 sigri Japana. 

Freyr Alexandersson hefur gert miklar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum á móti Noregi fyrr í vikunni og eru alls 8 leikmenn sem hefja leik sem ekki byrjuðu í fyrri leiknum. 

Byrjunarliðið
Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Vörn: Anna Björk Kristjánsdóttir, Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir
Miðja: Hallbera Guðný Gísladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Rakel Hönnudóttir
Sókn: Fanndís Friðriksdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen

Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 100. landsleik í dag. 

Leikurinn í dag hefst kl. 14:45 og verður sýndur beint á RÚV


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög