Landslið

U17 karla - Jafntefli gegn Króatíu

Ísland fékk 3 stig á mótinu

3.3.2017

U17 karla lék lokaleik sinn á UEFA-móti sem fram fór í Skotlandi í vikunni í dag. Leikurinn var gegn Króatíu og endaði með markalausu jafntefli. 

Strákarnir okkar áttu betri færi í leiknum og léku vel en náðu samt ekki að skora. Það var því farið í vítakeppni eftir leikinn og þar hafði Ísland betur 5-4 og fékk íslenska liðið því 2 stig úr leiknu, eitt fyrir jafnteflið og eitt fyrir að vinna vítakeppnina. 

Ísland fékk í heildina 3 stig í mótinu en liðið gerði jafntefli við Austurríki, tapaði gegn Skotlandi og gerði svo jafntefli við Króatíu.

Allt fer þetta í reynslubankann hjá leikmönnum en strákarnir okkar léku vel á mótinu og fengu góðan undirbúning undir komandi verkefni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög