Landslið

A kvenna - 100 leikur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur

Lék fyrst fyrir A landsliðið í ágúst 2007

3.3.2017

Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 100 A landsleik í dag þegar Ísland mætir Japan á Algarve Cup. 

Fyrsti leikur Söru með landsliðinu var 26. ágnúst 2007 þegar hún kom inná sem varamaður í útileik á móti Slóveníu. Leikurinn sem var liður í undankeppni EM endaði með 2-1 sigri Slóveníu. 

Í leikjunum 100 hefur Sara alls skorað 18 mörk en fyrsta markið fyrir íslenska landsliðið kom í leik á móti Írlandi á Algarve Cup 2008.

Sara er sjöundi leikmaðurinn sem nær að spila 100 landsleiki fyrir kvennalandsliðið og jafnframt sú yngsta sem nær þeim merka áfanga.

Í upphafi leiksins í dag fékk Sara blómvönd í tilefni þessa merka áfanga.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög