Landslið

A kvenna – Tap gegn Japan á Algarve Cup

3.3.2017

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Japan í leik liðanna á Algarve Cup í Portúgal í dag. Japan komst yfir með marki frá Yui Hasagawa á 11. mínútu leiksins. Hún var svo aftur á ferðinni aðeins fjórum mínútum síðar þegar hún skoraði seinna mark leiksins. 

Íslenska liðið á nokkuð erfitt uppdráttar fyrstu 25 mínútur leiksins en síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleiknum var nokkurt jafnræði með liðunum. Sama má segja um upphaf síðari hálfleiks þar sem stelpurnar okkar voru nokkuð vel inni í leiknum en undir lokin tóku þær japönsku aftur völdin. 

Niðurstaðan var 2-0 tap og er íslenska liðið því með eitt stig á Algarve Cup eftir tvo leiki. 

Næsti leikur liðsins verður á gegn Spánverjum á mánudaginn. Leikurinn hefst kl 14:45.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög