Landslið

EM 2017 - Miðasala á vegum KSÍ lýkur þann 15. mars

Tryggðu þér miða meðal stuðningsmanna Íslands

6.3.2017

Miðasala á vegum KSÍ á leiki Íslands á EM 2017 í Hollandi lýkur þann 15. mars. Eftir þann tíma verður einungis hægt að kaupa miða á miðasöluvef UEFA en þá er ekki tryggt að sætin séu meðal stuðningsmanna Íslands. 

Enn er hægt að kaupa miða á alla leiki Íslands á mótinu en þó eru ekki til miðar í öll verðsvæði. Miðasalan hefur gengið mjög vel og má búast við góðri stemningu í stúkunni á leikjum Íslands í sumar. 

Sjáumst á EM! 

Smelltu hérna til að fara á miðasöluna. Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög