Landslið

Ísland og Spánn skildu jöfn á Algarve Cup

Skýrist í kvöld hverjir verða mótherjar á miðvikudag

6.3.2017

Ísland og Spánn skildu jöfn á Algarve Cup í dag þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Leikurinn í dag var besti leikur Íslands til þessa í mótinu og var íslenska liðið mun nær því að ná í öll stigin úr þessum leik. Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega fjörugur og skemmtilegur á að horfa og fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiks. 

Bæði lið voru orðin þreytt undir lokin en engu að síður góður leikur að hálfu íslenska liðsins. Spánverjar eru í efsta sæti riðilsins og Ísland endar í þriðja sætinu. 

Það kemur svo í ljós í kvöld hverjir mótherjar Íslands verða á miðvikudaginn og um hvaða sæti Ísland leikur.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög