Landslið

U17 kvenna - Ísland leikur við Austurríki í dag - Byrjunarlið

Leikurinn hefst klukkan 15:00

7.3.2017

U17 kvenna leikur tvo vináttuleiki í vikunni við Austurríki. Fyrri leikurinn er í dag og hefst hann klukkan 15:00. Seinni leikurinn er á fimmtudaginn en leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir komandi verkefni.

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið dagsins og er það svona:

Markmaður- Birta Guðlaugsdóttir

Hægri bakvörður- Eygló Þorsteinsdóttir

Vinstri bakvörður- Daníela Dögg Guðnadóttir

Miðverðir- Guðný Árnadóttir og Sóley María Steinarsdóttir

Miðja - Alexandra Jóhannsdóttir, fyrirliði, Berglind Baldursdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir

Hægri kantur- Hlín Eiríksdóttir

Vinstri kantur- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Framherji- Sveindís Jane Jónsdóttir

Helstu atvik leiksins koma á Facebook-síðu KSÍ.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög