Landslið

U17 kvenna - Góður sigur á Austurríki

Liðin mætast aftur á fimmtudaginn

7.3.2017

U17 kvenna vann góðan 2-0 sigur á Austurríki í dag. Fyrra mark Íslands kom strax á 10. mínútu en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem skoraði markið en Hlín Eiríksdóttir skoraði seinna mark Íslands en markið kom á 40. mínútu eftir hornspyrnu.

Stelpurnar okkar léku vel í leiknum og ógnuðu að marki Austurríkis frá fyrstu mínútu. Þjóðirnar mætast aftur á fimmtudaginn en leikirnir eru vináttuleikir sem eru hluti af undirbúningi liðanna fyrir komandi verkefni.

Byrjunarlið Íslands í leiknum:

Markmaður- Birta Guðlaugsdóttir

Hægri bakvörður- Eygló Þorsteinsdóttir

Vinstri bakvörður- Daníela Dögg Guðnadóttir

Miðverðir- Guðný Árnadóttir og Sóley María Steinarsdóttir

Miðja - Alexandra Jóhannsdóttir, fyrirliði, Berglind Baldursdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir

Hægri kantur- Hlín Eiríksdóttir

Vinstri kantur- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Framherji- Sveindís Jane Jónsdóttir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög