Landslið

U17 kvenna - Jafntefli gegn Austurríki

Ísland vann fyrri leikinn 2-0

9.3.2017

U17 kvenna lék seinni vináttuleikinn við Austurríki í dag. Leikurinn var bráðfjörugur og endaði með 2-2 jafntefli. Fyrri leikur liðanna fór 2-0 fyrir Íslandi. 

Bergdís Fanney Einarsdóttir kom Íslandi yfir á 6. mínútu og Ísland náði að tvöfalda forskotið á 46. mínútu þegar Stefanía Ragnarsdóttir skoraði annað mark Íslands. Austurríki minnkaði muninn í 2-1 á 55. mínútu og náði að jafna metin á 60. mínútu leiksins. 

Fleiri mörk voru ekki skoruð og niðurstaðan því 2-2 jafntefli í leiknum.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög