Landslið

A karla – Landsliðsmenn mættir til Parma

Undirbúningur hafinn fyrir leikinn gegn Kósóvó

20.3.2017

Leikmenn A landsliðs karla eru nú komnir til Parma á Ítalíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga gegn Kósóvó. Leikurinn, sem er fimmti leikur liðsins í undankeppni HM 2018, verður á föstudaginn í Shkoder í Albaníu. 

Liðið hefur nú þegar tekið eina æfingu á keppnisvelli Parmaliðsins en aðstæðurnar hér eru til fyrirmyndar. Líkt og þegar síðast var dvalið í Parma, í aðdraganda leiksins gegn Króatíu í nóvember, eru starfsmenn Errea liðinu innan handar um ýmsa þjónustu svo sem rútumál og afþreyingu. 

Framundan eru frekari æfingar hér í Parma en auk þess mun þjálfarateymið funda með leikmönnum um verkefnið sem framundan er og leggja upp taktíkina fyrir föstudaginn. Á miðvikudag heldur liðið svo til Shkoder þar sem undirbúningi verður framhaldið.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög