Landslið
U21 landslið karla

U21 karla - Heimasigur í fyrri leiknum

Liðin mætast aftur á laugardaginn

22.3.2017

Strákarnir í U21 léku í dag fyrri vináttulandsleikinn gegn Georgiu en báðir leikirnir fara fram í Tiblisi.  Það voru heimamenn sem höfðu betur, 3 - 1, eftir að þeir höfðu leitt, 1 - 0, í leikhléi.

Fyrsta mark leiksins kom snemma leiks, á 7. mínútu, þegar að fyrirgjöf heimamanna var skölluð í netið.  Georgíumenn voru heldur meira með boltann en íslenska liðið mætti þeim framarlega á vellinum og unnu oft boltann þannig.  Þannig kom besta færi íslenska liðsins í fyrri hálfleik þegar Albert Guðmundsson vann boltann og komst á auðan sjó en skot hans fór naumlega yfir.  Það var því eitt mark sem skildi liðin í leikhléi og Albert fékk aftur mjög gott færi snemma síðari hálfleiks en aftur fór boltinn yfir markið.  

Íslenska liðið var sterkari aðilinn framan af seinni hálfleik og jafnaði metin á 59. mínútu þegar Viktor Karl Einarsson skoraði með skoti úr miðjum vítateig eftir vel útfærða aukaspyrnu.  Stuttu síðar skipti íslenska liðið út öllum útileikmönnum sínum og hikstaði leikur liðsins aðeins við það. Heimamenn komust svo yfir á 67. mínútu og bættu við þriðja marikinu, úr vel útfærðri skyndisókn, á 88. mínútu.

Liðin mætast svo aftur á laugardaginn á sama leikstað en þriðji leikur Íslands í þessari leikjatörn verður í Róm, 28. mars, þegar liðið mætir Sádí Arabíu.

Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög