Landslið

Landsliðið á uppleið á heimslista FIFA

24.3.2017

Kvennalandsliðið fór í 18. sæti á heimslista FIFA sem birtur var í dag. Liðið fer upp um tvö sæti á listanum en stelpurnar okkar gerðu jafntefli við Spán og sigruðu Kína á Algarve mótinu fyrr í mánuðinum en töpuðu gegn Noregi og Japan. 

Frakkar eru í þriðja sæti á listanum, Sviss í 16. sæti og Austurríki í 24. sæti listans en þessar þjóðir eru saman í riðli á EM í sumar. Þýskaland er á toppi heimlistans.

Heimslisti FIFA:

1. Þýskaland 

2. Bandaríkin 

3. Frakkland 

4. England 

5. Kanada 

6-7. Japan 

6-7. Svíþjóð 

8. Ástralía 

9. Brasilía 

10. Norður-Kórea 

11. Noregur 

12. Holland 

13. Spánn 

14. Kína 

15. Danmörk 

16. Sviss 

17. Suður-Kórea 

18. Ísland 

19. Ítalía 

20. Nýja-SjálandMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög