Landslið

A karla - Sigur gegn Kosóvó

Ísland er með 10 stig í riðlinum

24.3.2017

Strákarnir okkar unnu 1-2 sigur á Kosóvó í undankeppni HM en leikurinn fór fram í Albaníu. Sigurinn var torsóttur en íslenska liðið byrjaði vel og leiddi 0-2 eftir 35. mínútu en Kosóvar létu íslenska liðið heldur betur hafa fyrir hlutunum. Sigurinn skilar Íslandi í 2. sæti riðilsins og það verður risastór leikur gegn Króatíu í júní.

Kosóvar byrjuðu betur í leiknum og héldu boltanum vel. Íslenska liðið þurfti að verjast vel í upphafi leiks til að fá ekki á sig mark en Ísland komst svo yfir á 25. mínútu þegar Gylfi Þór átti gott skot á markið sem markmaður Kosóvó hélt ekki og Björn Bergmann Sigurðarson kom boltanum í markið. Á 35. mínútu var brotið á Birki Má Sævarssyni í vítateig Kosóvó og víti dæmt. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði örugglega úr vítinu og kom Íslandi í 2-0. 

Kosóvó minnkaði muninn á 52. mínútu þegar Atdhe Nuhiu skallaði boltann í mark Íslands og héldu Kosóvar áfram að pressa á mark Íslands. Íslenska liðið stóð af sig sóknir heimamanna og svo fór að Ísland vann 1-2 sigur. 

Króatía vann á sama tíma 1-0 sigur á Úkraínu og fyrr í dag vann Tyrkland 2-0 sigur á Finnlandi. Króatía er því á toppi riðilsins með 13 stig, Ísland er næst með 10 stig og Tyrkland er í 3. sæti með 8 stig. 

Næsti leikur Íslands er gegn Írlandi á þriðjudaginn en um er að ræða vináttuleik.

Næsti leikur í undankeppni EM er á Laugardalsvelli þann 11. júní gegn Króatíu og sá leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið en efsta liðið í hverjum riðli fer beint á HM og svo fara 8 af 9 liðum í 2. sæti í umspil.Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög