Landslið

U21 karla - Ísland mætir Georgíu klukkan 10:00 í dag - Byrjunarliðið

Georgía vann fyrri leikinn 3-1

24.3.2017

U21 karla leikur seinni leik sinn við Georgíu á laugardagsmorgun en leikurinn hefst klukkan 10:00. Fyrri leikur liðanna endaði með 3-1 sigri Georgíu en þar fengu margir leikmenn að stíga sín fyrsta skref með landsliðinu.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður: Jökull Blængsson

Vörn: Alfons Sampsted, Axel Óskar Andrésson, Hans Viktor Guðmundsson og Aron Ingi Kristinsson.

Miðja: Ægir Jarl Jónasson og Viktor Karl Einarsson. 
 Kantar: Jón Dagur Þorsteinss og Ásgeir Sigurgeirsson.

Í framlínu leika síðan: Albert Guðmundsson (fyrirliði) og Arnór Gauti Ragnarsson.

Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu hér.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög