Landslið

U21 karla – Vináttuleikur við Saudi Arabíu í dag

28.3.2017

U21 árs lið karla leikur vináttuleik gegn Saudi Arabíu í dag. Leikurinn sem fer fram á Ítalíu hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. 

Leikurinn er þriðji og síðasti vináttuleikur liðsins á einni viku en tveir leikir gegn Georgíu fóru fram í síðustu viku og um helgina. Fyrri leikurinn tapaðist 1-3 en þeim síðari lauk með jafntefli 4-4.

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn og er það skipað eftirtöldum leikmönnum. 

Mark: Sindri Kristinn Ólafsson
Vörn: Alfons Sampsted, Axel Óskar Andrésson, Hans Viktor Guðmundsson, Sindri Scheving 
Miðja: Ásgeir Sigurgeirsson, Viktor Karl Einarsson, Grétar Snær Gunnarsson, Jón Dagur Þorsteinsson
Sókn: Albert Guðmundsson fyrirliði og Arnór Gauti Ragnarsson


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög