Landslið

U17 kvenna - Góður sigur á Svíum í milliriðli fyrir EM

28.3.2017

U17 ára landslið kvenna vann frábæran 1-0 sigur á Svíum í fyrsta leik sín­um í mill­iriðli Evr­ópu­móts­ins en riðill­inn er leikinn í Portúgal. Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir leikmaður Þrótt­ar Reykja­vík­ur skoraði sig­ur­markið á 8. mín­útu leiksins.

Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir leikmaður Þrótt­ar R., skoraði sig­ur­markið á 8. mín­útu leiksins en skömmu síðar átti hún skot í stöng­ina. Næsti leikur Íslands er gegn Spáni á fimmtu­dag­inn og síðasti leik­ur­inn verður á móti Portúgal á sunnu­dag­inn.

Sig­urliðið í riðlin­um kemst í átta liða úr­slit Evr­ópu­keppn­inn­ar sem leikin er í sumar og eitt lið með  best­an ár­ang­ur í mill­iriðlun­um fer einnig beint í úrslitakeppnina.

Byrj­un­arlið Íslands var þannig skipað:

Markmaður: Birta Guðlaugs­dótt­ir

Hægri bakvörður: Eygló Þor­steins­dótt­ir

Vinstri bakvörður: Daní­ela Dögg Guðna­dótt­ir

Miðverðir: Guðný Árna­dótt­ir og Sól­ey María Stein­ars­dótt­ir

Miðja: Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir (fyr­irliði), Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir og Hulda Björg Hann­es­dótt­ir 

Hægri kant­ur: Hlín Ei­ríks­dótt­ir

Vinstri kant­ur: Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir

Fram­herji: Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög