Landslið

A karla – Góður 1-0 sigur á Írlandi

Hörður Björgvin skoraði sitt fyrsta landsliðsmark

28.3.2017

Íslenska karlalandsliðið vann góðan 1-0 sigur á Írum í vináttuleik þjóðanna sem fram fór á Aviva leikvangnum í Dublin í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 21. mínútu. 

Íslenska liðið hélt varnarskipulagi sínu gríðarlega vel í leiknum og áttu heimamenn ekki skot á markið. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum á móti Kósóvó og komu nýjir menn mjög sterkir til leiks. 

Sigurinn í kvöld er sá fyrsti sem íslenskt karlalandslið landar á móti Írlandi og er mjög gott veganesti fyrir næsta leik í undankeppni HM sem verður gegn Króötum á Laugardalsvelli 11. júní nk.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög