Landslið

Kvennalandsliðið í næstefsta styrkleikaflokki 

Úrslitakeppni HM 2018 fer fram í Frakklandi

29.3.2017

Kvenna­landsliðið verður í næ­stefsta styrk­leika­flokki þegar dregið verður í riðla fyr­ir undan­keppni HM 2019 þann 25. apríl. Styrk­leika­flokk­arn­ir eru fimm og verður dregið í sjö riðla. Efsta lið hvers riðils kemst beint á HM, og fjög­ur lið með best­an ár­ang­ur í 2. sæti fara í um­spil um tvö laus sæti til viðbót­ar.

Úrslitakeppnin sjálf fer svo fram í Frakklandi og komast gestgjafarnir beint í úrslitakeppnina en Frakkar eru einmitt fyrstu mótherjar Íslendinga í úrslitakeppni EM í sumar.

Í efsta flokkn­um eru Þýska­land, Eng­land, Nor­eg­ur, Svíþjóð, Spánn, Sviss og Ítal­ía.

Í B-flokki eru Hol­land, Ísland, Skot­land, Dan­mörk, Aust­ur­ríki, Belg­ía og Rúss­land.

Í C-flokki eru Finn­land, Úkraína, Wales, Rúm­en­ía, Pól­land, Tékk­land og Írland.

Í D-flokki eru Portúgal, Serbía, Ung­verja­land, Bosn­ía, Hvíta-Rúss­land, Slóvakía og Slóven­ía.

Í E-flokki eru Norður-Írland, Króatía og fimm þjóðir sem kom­ast áfram úr for­keppni.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög