Landslið

A kvenna – Landsliðið komið til Senec í Slóvakíu

Vináttuleikur gegn Slóvakíku á fimmtudag

4.4.2017

A landslið kvenna er nú mætt til Senec í Slóvakíu þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttuleik á fimmtudag. Nú þegar aðeins eru um 100 dagar þar til EM í Hollandi hefst er góður gangur í undirbúningnum og gott líkamlegt ástand á leikmönnum. 

Undirbúningur liðsins þessa dagana byggist upp á æfingum þar sem leikskipulagið er fínpússað og fundum þar sem farið er yfir markmið liðsins og andstæðingarnir eru kortlagðir. Vel fer um liðið í Senec og góður andi er í hópnum. 

Á föstudag heldur hópurinn til Hollands þar sem hann mun dvelja á sama hóteli og liðið verður á í sumar. Þá fá stelpurnar tækifæri til að kynnast svæðinu sem verður heimili þeirra á meðan á EM stendur. Þriðjudaginn 11. apríl mætir Ísland svo gestgjöfunum á EM í sumar, Hollendingum, í vináttuleik. 

Hér getur þú nálgast stutt spjall við Frey Alexandersson


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög