Landslið

A kvenna – Vináttuleikur gegn Slóvakíu í dag - BYRJUNARLIÐIÐ

6.4.2017

A landslið kvenna leikur vináttuleik gegn Slóvakíu í dag. Leikurinn fer fram í Senec í Slóvakíu og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Landsliðið hefur dvalið í Senec síðan á mánudag og hefur undirbúningur fyrir leikinn gengið vel. 

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari leggur upp með að setja kraft í sóknarleikinn í dag þar sem 3-4-3 leikkerfið verður keyrt áfram en það kerfi hefur verið í þróun hjá liðinu í síðustu leikjum. Slóvenska liðið er mjög öflugt í skyndisóknum og hefur þjálfarateymið farið vel í gegnum það síðustu daga hvernig best er að bregðast við því. 

Athugið að þar sem engin útsending verður frá leiknum, hvorki í sjónvarpi né streymi á internetinu, verður hægt að fylgjast með atvikalýsingu á facebook síðu KSÍ.

Byrjunarlið Íslands í leiknum:
Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Vörn: Anna Björk Kristjánsdóttir, Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir
Miðja: Rakel Hönnudóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir
Sókn: Elín Metta Jensen, Margrét Lára Viðarsdóttir og Fanndís FriðriksdóttirMót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög