Landslið

A kvenna - Tap gegn Hollandi

Holland vann 0-4 sigur á Íslandi

11.4.2017

Kvennalandsliðið tapaði 0-4 gegn Hollandi í vináttuleik sem fram fór í Vijverberg í dag. Hollendingar voru sterkari aðilinn og stjórnuðu leiknum lengst af. Úrslitakeppni EM fer fram í Hollandi í sumar og var leikurinn hluti af undirbúningi liðanna. 

Íslenska liðið varð fyrir skakkaföllum strax í byrjun leiksins en Elísa Viðarsdóttir meiddist og þurfti að fara meidd af velli. Ekki er ennþá vitað um umfang meiðslana.

Holland komst yfir á 22. mínútu en það var Vivianne Miedema sem skoraði fyrsta mark Hollands. Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir hollenska liðinu sem hafði átt hættulegri færi í fyrri hálfleik. Vivianne Miedema var aftur á ferðinni á 51. mínútu er hún kom Hollandi í 2-0 og útlitið ekki gott fyrir íslenska liðið.

Vivianne Miedema var aftur á ferðinni á 51. mínútu er hún kom Hollandi í 2-0 og útlitið ekki gott fyrir íslenska liðið. Lieke Martens kom svo Hollandi í 3-0 á 66. mínútu og í uppbótartíma varð Glódís Perla Viggósdóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Niðurstaðan 0-4 tap gegn sterku liði Hollands.

Ísland vann 2-0 sigur á Slóvakíu á dögunum en leikirnir fara í reynslubankann hjá íslenska liðinu sem undirbýr sig af krafti fyrir EM í sumar.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög