Landslið

U19 kvenna - Jafntefli gegn Ungverjum

13.4.2017

U19 kvenna gerði 1-1 jafn­tefli við Ung­verja­land þegar liðin mætt­ust í vináttu­lands­leik á Grosics Gyula Stadi­on í Tata­bánya í Ung­verjalandi í morg­un. Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir skoraði mark Íslands á 25. mínútu leiksins en Anna átti glæsilegt skot sem endaði í marki ungverska liðsins.

Lið Íslands í leiknum: Telma Ívars­dótt­ir - Dröfn Ein­ars­dótt­ir, Mel­korka Katrín Fl. Pét­urs­dótt­ir (Mar­grét Eva Sig­urðardótt­ir), Mist Þormóðsdótt­ir Grön­vold, Anna Rakel Pét­urs­dótt­ir - Andrea Mist Páls­dótt­ir (f) (Isa­bella Eva Ara­dótt­ir), Selma Sól Magnús­dótt­ir (Krist­ín Dís Árna­dótt­ir), Rann­veig Bjarna­dótt­ir (Elma Mekk­in Dervic) - Guðrún Gyða Haralz (Eva María Jóns­dótt­ir), Thelma Lóa Her­manns­dótt­ir, Krist­ín Þóra Birg­is­dótt­ir (Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir).

Liðin mættust einnig á þriðjudaginn þar sem Ungverjar höfðu betur, 2-0.


Mót landsliða
Landslið
Aðildarfélög
Aðildarfélög